Þúfa í Kjós

Það er enginn eins fróður um Þúfu í Kjós og Þorsteinn Veturliðason. Texti frá Ástu Björgu, Jóni og Steina.

Þúfa í Kjós stendur undir Eyrarfjalli og liggur að bæjunum, Þúfukoti, Felli, Blönduholti og Bæ en Eyrarfjallið er óskipt til nytja með öllum bæjunum þar í kring. Mér þótti húsakostur á Þúfu vera veglegri en á nágrannabæjum. Þúfa stendur á hól og íbúðarhúsið var tveggja hæða steinsteypt hús. Sem ungum manni þótti mér þetta vera risastórt hús. En sennilega er grunnflötur hússins ekki nema 70 – 80 m2. Útsýni var til allra átta nema til vesturs. Inngangur var á s-v hlið húsins. Þegar inn var komið var á hægri hönd þvottahús og á vinsrti stigi upp á frammá-loft sem geymdi ótrúlega muni. Þegar innar var komið var á hægri hönd klósett án baðaðstöðu en til vinstri var “Búrið” sem geymdi ótrúlegar kræsingar. Þá var gengið inn í eldhús og þar á hægri hönd var borðstofa, ekki stór en í minningunni átti ég þarna mínar góðu æskuminningar við að tefla við Munda. Af einhverjum ástæðum vann ég alltaf Munda þegar ég var 6 ára, en sjaldan eftir það. En í borðstofunni svaf Mundi þegar hann var á Þúfu. Það var eitthvað svo einstök tilfinning að hafa Munda í húsinu.

 

Þegar gengið var úr eldhúsi kom lítill gangur. Á hægri hönd var stofan og þar var orgel og útvarp, myndir og bækur. Svo var venjulega einn kisi þarna inni. Það var svo hlýtt í stofunni. Árið 1966 lágum við, ég og Svanborg og hlustuðum að Sigurð Sigðurðson lýsa landsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Ísland var undir í hálfleik 0-6 en við vorum viss um að Ísland tæki sig á í þeim seinni. Leikurinn endaði 14-2. Á móti stofunni var útgangur úr húsinu sem ég man ekki að hafi verið notaður. En ef við höldum áfram komum við að símanum sem var við stigann upp á svefnloft. Þar var smá-gangu, “Kamesið” herbergi Munda og Bjarna, til hægri en beint áfram var komið í Baðstofuna með svefnplássi fyrir4-6 manns eftir því hvort tvímennt var í rúmunum. Ég man ekki hvað símanúmerið var á Þúfu en á einhvern hátt kemur upp númerið ,,ein löng og tvær stuttar”, stundum lágum við á hleri og hlustuðum á símtöl til annarra.

 

Á vestara lofti efri hæðar (Frammá-loft) var ýmislegt dót, gömul leikföng frá Steina og ýmislegt annað. En það minnisstæðasta var körfuboltaspil. Þar sem við lékum okkur að því að skjóta borðtenniskúlu í körfu. Æsispennadi spil.

 

Beint til vestur af bænum var gamall herbraggi. Í honum var allt sem heillar unga menn. Alls lags verkfæri, yfirbreiðslur, mjölpokar, skeifur, inngangur fyrir traktor. Þarna smíðuðum við m.a. skútu sem siglt var á uppistöðulóni þegar við vorum búin að stífla bæjarlækinn.

 

Suðaustan við ibúðarhúsiið var fjósið með viðtengdri hlöðu. Fjósið var nýlegt, að því er mig minnir 22 básar fyrir kýr. Mjókurgeymsla og fóðurbætisstandur og svo voru tvær hlöður(ein hlaða – er rétt). Síðan voru tvær súrheysgryfjur og síðan í hlöðunni (einhver dæla) súgþurrkun sem kom í veg fyrir sjálfsíkveiku í heyinu.

 

Töluvert Sv- við bæinn var hæsnahús og hesthús, en ég man ekki eftir að neinir hestar tilheyrðu Þúfu.

 

Upp á melnum voru síðan fjárhúsin, en það var engin tilviljun að þau voru þarna. Vatn og annað skipti máli. Ég vona að frændi komi með gott innlegg svo að þessi hægt sé að eyða þessu bulli sem ég er að leggja fyrir frændfólk mitt. Þúfan að meðtöldum Litlabæ var samkvæmt mati þá níunda stærsta jörðin í Kjós – nákvæmlega jafnstór og Eyri – (það verður bætt við seinna – )