Foldaldasýning á Þúfu í Kjós

Frétt frá Kjos.is:

Hestamannafélagið Adam, heldur árlega folaldasýningu sína laugardaginn 10.nóv. Kl. 13 í Boganum  að Þúfu í Kjós.

trax að lokinni sýningu, verður haldið hrossauppboð, allt frá folöldum og upp úr. Bannað er að koma með rammslæg hross. Umráðamönnum er frjálst að vera með lágmarksverð eða ekki. Upplýsingar um uppboðsgripi þarf að senda á sama netfang ásamt viðeigandi upplýsingum.

Þeim sem vilja taka þátt í uppboðinu er bent á að Adam tekur 10% þóknun af söluandvirði.

Veitingabar Adams opnar á hádegi, en þar má fá sér eitthvað mjög gott í kroppinn,  og tilvalið að kynda aðeins undir fyrir uppboðið.  Jólabjórinn í ár er víst feiknafínn. Við hvetjum hestamenn að koma og taka þátt og eða fylgjst með skemmtilegri uppákomu. Það verður örugglega hægt að gera frábær kaup.