Category Archives: Fréttir

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar. Það eru öllum frjálst að senda inn efni hingað og hægt er að senda á mig á póstfangið magnus(hja)elvis.is og ég kem efninu inn á síðuna.

Síðan hefur verið full mótuð og verður uppfærð eftir því sem gögn og efni berast.

 

 

Foldaldasýning á Þúfu í Kjós

Frétt frá Kjos.is:

Hestamannafélagið Adam, heldur árlega folaldasýningu sína laugardaginn 10.nóv. Kl. 13 í Boganum  að Þúfu í Kjós.

trax að lokinni sýningu, verður haldið hrossauppboð, allt frá folöldum og upp úr. Bannað er að koma með rammslæg hross. Umráðamönnum er frjálst að vera með lágmarksverð eða ekki. Upplýsingar um uppboðsgripi þarf að senda á sama netfang ásamt viðeigandi upplýsingum.

Þeim sem vilja taka þátt í uppboðinu er bent á að Adam tekur 10% þóknun af söluandvirði.

Veitingabar Adams opnar á hádegi, en þar má fá sér eitthvað mjög gott í kroppinn,  og tilvalið að kynda aðeins undir fyrir uppboðið.  Jólabjórinn í ár er víst feiknafínn. Við hvetjum hestamenn að koma og taka þátt og eða fylgjst með skemmtilegri uppákomu. Það verður örugglega hægt að gera frábær kaup.

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði þann 1. des

Aðventumarkaðurinn verður haldinn í Félagsgarði að venju þann 1. desember og Kjósarhreppur mun standa fyrir honum.  Íbúar eru hvattir til koma með framleiðsluvörur sínar eða nýjar hugmyndir að framleiðsluvörum á markaðinn, landbúnaðarvörur, handverk eða annað.

Hugmyndir að því er til dæmis prjónavörur og ýmiss konar annað handverk, smákökur og stærri kökur, sultur, heimagerðir  líkjörar, alls kyns  jólaskreytingar, fjölbreytileg heimagerð matvara, allt bæði tengt jólum og öðrum árstímum.

Deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots

Deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots .

Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarveg nr. 47. og gerir tillagan ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti  u.þ.b. 10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 20,4 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,23 ha./ búgarð. Tillagan gerir ráð fyrir  að byggingamagn á búgarðalóðum verði allt að 800 m2.

Frétt úr fundargerð Kjósarhrepps.