Category Archives: Ættarmót

Allir á Þúfu á laugardaginn

Nú hafa spekúlantar komizt að því að laugardagar eru nokkuð oft með viku-millibili á hverju ári. – Stundvíslega klukkan 11 árdegis laugardaginn 2. júní ætlar Þúfu-sumarfólkið ásamt fylgifé að eigin vali og aðrir sem til þess hafa interessu að vera mætt á heimahlaðið á Þúfu. Að sjálfsögðu var fengið leyfi núverandi eigenda fyrir útihátíðinni …..eða þannig. – Klæðnaður að hætti veðurspár, nesti, plastpoki til að sitja á og gamla góða skapið er mikilvægt að hafa með sér en engin húfu- eða hattaskylda að þessu sinni. – Sjáumst –