Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði þann 1. des

Aðventumarkaðurinn verður haldinn í Félagsgarði að venju þann 1. desember og Kjósarhreppur mun standa fyrir honum.  Íbúar eru hvattir til koma með framleiðsluvörur sínar eða nýjar hugmyndir að framleiðsluvörum á markaðinn, landbúnaðarvörur, handverk eða annað.

Hugmyndir að því er til dæmis prjónavörur og ýmiss konar annað handverk, smákökur og stærri kökur, sultur, heimagerðir  líkjörar, alls kyns  jólaskreytingar, fjölbreytileg heimagerð matvara, allt bæði tengt jólum og öðrum árstímum.